Ostakjallarinn er vörulína osta. Gouda sterkur 12+ og Tindur 12+ eru ostar sem eru hluti af föstu vöruframboði línunnar en aðrir ostar koma í takmörkuðu magni og fást því í skamman tíma í senn. Allir hafa þeir sín sérkenni og vekja athygli hvar sem þeir koma.

Tindur

Einstakur ostur sem hefur fengið að þroskast í 12 mánuði eða lengur. Á þessum tíma nær hann hinu einkennandi bragði og verður bæði stökkur og bragðmikill en ber á sama tíma örlítið sætt eftirbragð.

Gouda

Kröftugur ostur sem hefur fengið að þroskast í 12 mánuði eða lengur. Mjúkir smjörtónar fylgja kraftmiklu bragði og langvarandi eftirbragð gerir það að verkum að ostaunnendur eiga erfitt með að standast hann.